eng
competition

Text Practice Mode

Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu?

created Jun 22nd 2022, 08:58 by Bjrnmarsson


1


Rating

136 words
4 completed
00:00
Hvaðan kemur orðið smokkur í nútíma merkingu? Var það tekið upp sem nýyrði eða var notað gamalt orð yfir "condom"? Orðið smokkur hefur fleiri en eina merkingu en allar því leyti skyldar átt er við eitthvað þröngt sem smeygt er yfir eitthvað annað. Þar nefna ermastúku (oft áður fyrr prjónaða) sem smeygt var yfir skyrtuermi til hlífðar. Smokkur er líka sérstök getnaðarverja og nafn á smokkfisk. Í fornu máli var orðið notað um ermalausa skyrtu eða bol. Í nýnorsku er smokk, smukk og í sænsku mállýskum smokk notað í merkingunni "fingurhetta, hlífðarhylki á sárum fingri"; samanber líka fornensku smocc k. "kufl, treyja" og fornháþýsku smoccho k. "skyrta". Þegar menn fóru nota smokka sem getnaðarvörn beint við nota orð sem fyrir var í málinu. Smokknum er vissulega smeygt utan um getnaðarliminn.

saving score / loading statistics ...